Framtíðarvinna hjá Tempru

Tempra auglýsir eftir starfsmönnum í framtíðarstöður hjá fyrirtækinu.

Hjá Tempru framleiðum við umbúðir fyrir mikilvægustu útflutningsvöru landsins og við leitum að frekari liðsauka.

Við erum stærsti framleiðandi frauðplastkassa fyrir ferskan fisk og einangrun í hús á Íslandi. Hjá Tempru starfa um 25 manns. 

Um er að ræða vaktavinnu í þrískiptum vöktum, 8 tíma í senn. Stór hluti starfsins er vinna við framleiðsluvélar fyrirtækisins, gæðaeftirlit og pökkun.

Bílpróf er skilyrði, lyftararéttindi mikill kostur. 

 Áhugasamir vinsamlegast fyllið inn helstu upplýsingar hér: https://www.tempra.is/is/um-tempru/starfsumsokn