Ísmottur

Upplýsingar um ísmottur Tempru (þyngdir, málsetningar) má finna með því að smella á umbúðabæklinginn undir ("Umbúðir").

 Myndin hér fyrir neðan sýnir þyngd ísmottu, sem þarf til að lækka hitastig ferskra fiskafurða niður í 0 °C ef afurðunum er pakkað við 0 til 6 °C. Einungis er gert ráð fyrir varmaskiptum milli fiskjar og ísmottu en horft framhjá þeim varma, sem mögulega flyst frá umhverfi í fiskinn gegnum umbúðirnar. 

Dæmi: 3 kg af ferskum þorskhnökkum er pakkað við 4 °C í 3ja kg frauðkassa með 125 g ísmottu ofan á þorskhnökkunum. Grafið til vinstri sýnir að nærri því öll kæligeta ísmottunnar er notuð í að kæla hnakkana úr 4 °C í 0 °C og einungis örfá grömm af ís nýtast til að verjast mögulegu hitaálagi í geymslu og flutningi.