Jafnlaunastefna

Tempra leggur metnað sinn í að tryggja öllum starfsmönnum jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, þannig að launamunur sé ekki til staðar. Umfang jafnlaunastefnunnar tekur til allra starfsmanna Tempru.  

Markmið Tempru er að vera eftirsóttur vinnustaður þar sem konur og karlar hafa jöfn tækifæri í starfi.  

Stjórnendur skuldbinda sig því að fara eftir þeim lögum og reglum sem um starfsemina gilda. Tempra hefur skjalfest, innleitt, og heitir að viðhalda og bæta stöðugt virkni jafnlaunakerfis sem uppfyllir kröfur ÍST85:2012 staðalsins. 

 

Útgefið 11.10.2022

Magnús Bollason, framkvæmdastjóri