Áhrif raka

Flest efni eru "hygroskopisk", þ.e. taka upp raka úr loftinu, sem umlykur þau. Sambandið milli loftraka og efnisraka er mikilvægt þegar meta skal einangrunarhæfni þeirra við eðlilega notkun, en varmaleiðni er aðeins þekkt fyrir þurrt efni. Varmaleiðni vatns 0,55 - 0,58 w/m k er u.þ.b. tuttugu og fimm sinnum meiri en varmaleiðni lofts sem er 0,024 w/m k og er því eðlilegt, að rakt efni leiði betur en þurrt efni. Með auknu rakastigi verður leiðni flestra efna meiri. Raungildi lp hér að ofan miðast við rakamagn sem er 2% af þyngd einangrunarinnar. EPS einangrun sem er 16 kg/m³ er með rakainnihald um eða innan við 0,1% af þyngd frá verksmiðju. Varmaleiðni hennar vex almennt um 0,3% við hvert 1% í aukningu á rakainnihaldi, eða úr úr 0,037 w/m² °C í 0,0371 w/m² °C. Rakadrægni EPS einangrunar er hinsvegar óveruleg í samanburði við mörg önnur einangrunarefni. EPS einangrun, sem er 18 kg/m³, tekur t.d. einungis upp vatn sem nemur 0,1 - 0,4% af rúmmáli við að fljóta í +20°c heitu vatni í einn sólarhring.

Samanburður nokkurra algengra einangrunarefna

Á línuritinu hér að neðan er sýnt fram á hvaða árif aukinn raki hefur á varmaleiðni steinullar, glerullar og EPS einangrunar, auk þess er einfölduð mynd sem sýnir hlutfallslega rakamótsöðu mismunandi byggingarefna. Hafið í huga að EPS einangrun, sem er 18 kg/m³, tekur t.d. einungis upp vatn sem nemur 0,1 - 0,4% af rúmmáli við að fljóta í +20°c heitu vatni í einn sólarhring. Varmaleiðni vatns 0,55 - 0,58 w/m k er u.þ.b. tuttugu og fimm sinnum meiri en varmaleiðni lofts sem er 0,024 w/m k og er því eðlilegt, að rakt efni leiði betur en þurrt efni. Með auknu rakastigi verður leiðni flestra efna meiri.