Þar sem EPS einangrun er olíuafurð er hún viðkvæm fyrir bruna. Hægt er að fá EPS plast tregbrennanlegt og er þá sjálfkveikimark þess 497 gráður á Celsius, sem er ívið hærra en sjálfkveikimark timburs. Þegar EPS einangrun er notuð innanhúss ber að verja hana með tregbrennanlegu efni, t.d. múrhúð að lágmarki 3 cm að þykkt. Brenni EPS einangrun við hátt hitastig og nægt súrefnisflæði (líkt og í brennsluofni) myndast minna af reyk og eiturefnum en við bruna á timbri. Eins og við allan bruna myndast koltvíildi, CO2 en súrefnisflæði hefur áhrif á hversu mikið myndast af CO.
Nauðsynlegt er að verja plastið með t.d. múrhúð eða sambærilegum efnum í samræmi við gein 135.10 í byggingareglugerð um brunavarnir og brunamál.