Rannsóknir á einangrunarplasti undir múr utanhúss

Alls voru 93 byggingar valdar til rannsóknar með tilliti til stærðar, gerðar og landfræðilegar legu miðað við vindálag og hitastigs. Rannsóknin var framkvæmd af Holzkirchen Branch of the Fraunhofer Institute of Physics í Þýskalandi. Í öllum tilfellum þar sem ástand einangrunarplastsins var skoðað mældust engar skemmdir, rotnun, rýrnun eða formbreytingar eftir allt að 20 ára notkun. Einangrunarplastið stóðst allar kröfur sem gerðar eru til einangrunarefna samkvæmt DIN 18164. Rakamagnið í einangrunarplastinu var mælt bæði í einbýlis- og iðnaðarhúsum og reyndist það minna en þær kröfur sem gerðar eru til einangrunarplasts.Alls voru 93 byggingar valdar til rannsóknar með tilliti til stærðar, gerðar og landfræðilegar legu miðað við vindálag og hitastigs. Rannsóknin var framkvæmd af Holzkirchen Branch of the Fraunhofer Institute of Physics í Þýskalandi. Í öllum tilfellum þar sem ástand einangrunarplastsins var skoðað mældust engar skemmdir, rotnun, rýrnun eða formbreytingar eftir allt að 20 ára notkun. Einangrunarplastið stóðst allar kröfur sem gerðar eru til einangrunarefna samkvæmt DIN 18164. Rakamagnið í einangrunarplastinu var mælt bæði í einbýlis- og iðnaðarhúsum og reyndist það minna en þær kröfur sem gerðar eru til einangrunarplasts.

Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar var nefnt að um 20% þeirra húsa sem rannsökuð voru, höfðu verið lagfærð að einhverju leiti eftir 11 ár notkun og þá aðalega máluð.

Í lokaniðurstöðu skýrslunnar er sérstaklega tekið fram að rakamagnið sem mælt var, hafi verið í algjöru lágmarki eða 0.06%. Rannsóknir voru aftur gerðar á þessum húsum eftir 8 ár og sýndu þær rannsóknir að einangrunarplastið var í fullkomulega eðlilegu ástandi. Árangurinn sem náðst hefur með þessum mælingum er ótvíræð sönnun þess að einangrunarplast er góður kostur sem einangrun undir múr utanhúss.

Sýni nr. 8  
Aldur: 10 ár
Rakainnihald: 0,021%
Þykkt einangr: 100 mm
Rýmþyngd: 16 kg/m3