Styrkur

Einangrunarplast er létt og auðvelt í meðförum, en hefur engu að síður umtalsverðan styrk. Þrýstiþol 16 kg/m³ EPS einangrunar er um 80 Kpa (8 tonn á fermeter), en ef rúmþyngdin er 24 kg/m³ nær þrýstiþolið um 140 Kpa (14 tonn á fermeter). Þrýstiþolið er miðað við að efnið þjappist saman um 10% undir álaginu.
Vegna þess hve þrýstiþolið er mikið þá hentar vel að nota EPS einangrun þar sem álag er mikið, t.d á sökkulveggi og undir gólfplötu. Beygjutogþol EPS einangrunar kemur sér vel við ýmsar aðstæður og getur það t.d. hæglega orðið hluti af burðarvirkinu og því létt það til muna með tilheyrandi efnissparnaði