Umhverfisstefna

Tempra framleiðir og selur umbúðir og einangrun úr EPS. Markmið fyrirtækisins er að vera i fararbroddi á sínu sviði hvað varðar öryggis og umhverfismál, þjónustu við viðskiptavini og vörugæði

· Tempra leitast við að starfa með ábyrgum hætti gagnvart umhverfinu og fyrirtækið er þess meðvitað að starfsemin skilur eftir sig umhverfisfótspor.

Tempra vinnur stöðugt að því að koma í veg fyrir mengun og draga markvisst úr áhrifum starfseminnar á innra og ytra umhverfi sitt með vöktun og stýringu á mikilvægum umhverfisþáttum, ábyrgri nýtingu orku og hráefna ásamt ábyrgri endurnýtingu og förgun úrgangs frá starfseminni.

· Tempra hefur umhverfismál í forgrunni við innkaup og val á birgjum og leitast við að lágmarka flutningsáhrif á vöruflutningum til og frá starfseminni.

· Tempra uppfyllir lagalegar kröfur og kröfur starfsleyfis og gengur lengra þar sem því verður við komið.

· Tempra starfar eftir vottuðu umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt ISO 14001 staðlinum þar sem unnið er með markvissum hætti að stöðugum umbótum með það að markmiði að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar.

· Tempra setur sér umhverfismarkmið og fylgist með árangri í umhverfismálum.

· Tempra stuðlar að því að starfsfólk fyrirtækisins og verktakar, þekki umhverfisstefnuna og taki þátt í að framfylgja henni.

 

Útgefið 27.06.2022

Magnús Bollason, framkvæmdastjóri