Hljóðmælingar Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins

Undanfarin ár hefur umræða um auknar hljóðkröfur í íbúðarhúsum farið vaxandi. Í samvinnu við Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins voru framkvæmdar hljóðmælingar á mismunandi einangrunarplötum í hljóðveri R.b. og var verkefnið styrkt af Íbúðarlánasjóði.Undanfarin ár hefur umræða um auknar hljóðkröfur í íbúðarhúsum farið vaxandi. Í samvinnu við Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins voru framkvæmdar hljóðmælingar á mismunandi einangrunarplötum í hljóðveri R.b. og var verkefnið styrkt af Íbúðarlánasjóði.

Eftirfarandi einangrunarplötur voru hljóðprófaðar:

  • Einangrunarplast 16 kg/m3 100 mm, límt upp með múrlími + 20 mm múr
  • Hljóðeinangrun 100 (framleitt af Tempru hf) 100 mm, fest upp með dýflum + 20 mm múr
  • Einangrunarplast 16 kg/m3 100 mm, fest upp með dýflum + 20 mm múr
  • Steinull 100 mm múrplata (80 kg/m3), fest upp með dýflum + 20 mm múr

Niðustöður hljóðmælinga:

Miðað var við 125 mm steyptan vegg  Rw  Rw+C50-500 Rw8dB = la

  1. Einangrunarplast, límt upp 45 44 42
  2. Hljóðeinangrun 100, fest með dýflum 58 53 56
  3. Einangrunarplast, fest með dýflum 53 52 53
  4. Steinull(múrplata), fest með dýflum 53 51 53

Athyglisvert er við þessar mælingar að hljóðeinangrun í mælingu nr. 3 (einangrunarplast fest upp með dýflum) og mælingu nr. 4 (steinull fest upp með dýflum) mælast með jafn góða hlóðeinangrun, en Hljóðeinangrun 100 mælist með bestu hljóðeinangrun!