Bretti

Ágæti viðskiptavinur,

        Tempra ehf hefur flutt inn og selt plastvörubretti frá 2010.    Einnig eru þau seld undir öllum frauðplast umbúðavörum sem Tempra framleiðir.

        Tempra ehf hefur hingað til tekið til baka bretti á sama verði og þau voru seld á.    Það krefst vinnu að taka á móti og yfirfara ástand þeirra og vegna þeirra vinnu tökum við brettin til baka með 10% afföllum. Ónýt eða óhrein bretti fást ekki kreditfærð. 

        Hér að neðan eru lýsing á því ferli sem starfsmenn Tempru hafa sett upp til þess að halda utan um brettaskil:

  1.  Viðskiptavinur sem verslar bretti af Tempru og vill skila,  þarf að fara inn á eftirfarandi slóð  og skrá skilin:   

 

      https://www.tempra.is/is/vorurnar/umbudir/bretti

 

 Þegar viðskiptavinur hefur sent beiðnina fer hún beint inn til afgreiðslu Tempru og  viðskiptavinurinn fær staðfestingu þess efnis að beiðnin hafi verið mótttekin.

 

  1.  Brettin eru tekin til baka með 10% afföllum.    Brotin og/eða óhrein bretti eru tekin frá og  

 fást ekki kreditfærð.

  1.  Brettum skal skilað í verksmiðju Tempru að Íshellu 8.   
  2.  Starfsmenn Tempru móttaka skil á brettum við komu í Íshellu 8 og senda staðfestingu til sendanda.  
  3.  Starfsmenn Tempru yfirfara brettin og útbúa kreditreikning í kjölfarið.

 

Berist bretti til Tempru án tilkynningar eða beiðni frá viðskiptavini þá ber Tempra ekki ábyrgð á því að kreditreikningur berist viðskiptavini.

                                                                                              f.h. Tempru ehf,

 

                                                                                              Hannes Eyvindsson, verksmiðjustjóri.