Saga plastframleiðslu

Eflaust eru margir á þeirri skoðun að plast sé tiltölulega nýkomið á sjónarsviðið. Flestir telja að framleiðsla billiardkúlna í Bandaríkjunum um miðja nítjándu öld marki fyrstu notkun þess. Efnt hafði verið til samkeppni um framleiðslu einhvers sem gæi komið í stað fílabeinsins sem þartil hafði verið notað til framleiðslu kúlnanna. Bandaríkjamaðurinn Hyatt vann verðlaunin, 10.000 dollara, og hóf ári síðan framleiðslu þeirra undir vörumerkinu Celluloid.Eflaust eru margir á þeirri skoðun að plast sé tiltölulega nýkomið fram á sjónarsviðið. Flestir telja að framleiðsla billiardkúlna í Bandaríkjunum um miðja nítjándu öld marki fyrstu notkun þess. Efnt hafði verið til samkeppni um framleiðslu einhvers sem gæti komið í stað fílabeinsins sem þartil hafði verið notað til framleiðslu kúlnanna. Bandaríkjamaðurinn Hyatt vann verðlaunin, 10.000 dollara, og hóf ári síðan framleiðslu þeirra undir vörumerkinu Celluloid.

Flest plastefni sem komu á markaðinn á 19 öld voru það sem kallast hitaföst en þau eru því marki brennd að ekki er hægt að bræða þau upp aftur. Sama gilti einnig um Bakelite, sem var fyrsta alvöru gervi eða plastefnið. Skömmu eftir heimstyrjöldina fyrri kom fyrsta kenningin fram um langar, ristastórar sameindir eða svokallaðar fjölliður. Það tók hinsvegar 15 ár fyrir efnafræðinga að samþykkja kenningu þessa en að lokum hlaut höfundur kenningarinnar, Þjóðverjinn Staudinger, Nóbelsverðlaun fyrir verk sitt, en það var ekki fyrr en 1953.

Síðan tóku við ár mikillar samkeppni milli Bandaríkjanna, Þýskalands og Bretlands við framleiðslu ýmissa af fyrstu hitadeigu efnunum. Þeirra á meðal er Pólýamið 6,6 væntanlega frægast en það er betur þekkt sem Nælon. Polyetylen leit einnig dagsins ljós og 1955 kom HDPE, eða eðlisþungt pólýetýlen á markað. LLDPE, sem leit dagsins ljós í lok áttunda áratugarins, og HDPE eru í dag um þriðjungur af allri notkun plastefna.

1947 stofnar Jón Þórðarson fyrirtækið Plastik hf, sem nokkru síðar varð hluti af Reykjalundi, og má þá segja að fyrstu skref plastframleiðslu hafi verið stigin hér á landi. Síðan komu til málningarverksmiðjur og fleiri plastfyrirtæki. Í dag er staðan þannig að af hverjum 1.000 vinnandi Íslendingum starfa 5 við plastiðnað. Sjálfvirkni, afköst og það hversu ódýrt hvert framleitt stykki er skýrir, að þrátt fyrir mikla framleiðslu í magni, starfa t.d. færri í plastiðnaði en málmiðnaði. Plastiðnaðurinn tengist líka öðrum atvinnuvegum þannig böndum við verðmætasköpun, að hlutverk starfsfólks hans í að auka landsframleiðslu og tekjur er síst minna en annarra atvinnugreina.