Breytingar á opnunartíma vegna COVID-19 og páska

Ágæti viðskiptavinur.

Í ljósi fordæmalausra og óvenjulegra aðstæðna í samfélaginu öllu vegna COVID-19 hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana hjá Tempru til að tryggja að þjónustustig fyrirtækisins raskist ekki og að öryggi viðskiptavina, starfsfólks og fjölskyldna þeirra sé tryggt eins og kostur er.

Með ofangreint í huga hefur verið ákveðið að dreifa viðveru starfsmanna og stytta eins og kostur er án þess að til launaskerðingar komi.

Opnunartíma Tempru verður breytt ótímabundið frá og með 1. apríl og verður opnunartími alla virka daga frá klukkan 8-16.

  • Þá hefur verið ákveðið að lokað verður í afgreiðslu Tempru 8., 24. og 30. apríl. Við beinum því til viðskiptavina okkar að reyna eins og kostur er að senda pantanir í tíma. Komi upp neyðartilvik hjá einhverjum af okkar viðskiptavinum þessa daga þá verða eftirfarandi neyðarsímar opnir: Oddur S:863-0887 og Snæbjörn S:660-1017. Vinsamlegast athugið að komi upp sú staða að neyðarafgreiðslu utan opnunartíma sé óskað þá mun viðskiptavinur þurfa að greiða útkall til viðkomandi starfsmanns 4 tíma.

Umgengnisreglur Tempru:

  • Takmarkaður hefur verið aðgangur fyrir alla utanaðkomandi umferð í vöruhúsi og skrifstofu Tempru. Viðskiptavinir eru beðnir um að beina sínum pöntunum sem mest í gegnum pöntunarnetfang okkar tempra@tempra.is.
  • Lágmarks samgangur er á milli starfsfólks vöruhúss, bílstjóra og skrifstofu.
  • Viðskiptavinir sem þurfa að koma á staðinn er bent á að leggja ríka áherslu á almennt hreinlæti og virða umgengnisreglur samkvæmt tilmælum Landlæknisembættisins.
  • Starfsfólk Tempru vinnur á vöktum og eru öll svæði sótthreinsuð við hver vaktaskipti.
  • Öll vinnutæki starfsfólks eru einnig sótthreinsuð svo sem tölvur, lyklaborð snertiskjár og aðrir lausir hlutir.
  • Bílstjórar og afgreiðslufólk sjá alfarið um að kvitta á reikninga í viðurvist móttakanda og afhenda vöruna, viðskiptavinir kvitta ekki á nótur.
  • Fundir hafa verið takmarkaðir og ekki haldnir nema brýna nauðsyn beri til.

Athuga ber að á þessum erfiðu tímum geta aðstæður breyst hratt og fara stjórnendur Tempru yfir öll mál og áhættuatriði daglega. Samstarf Tempru við viðskiptavini og starfsfólk er afar dýrmætt og munum við kappkosta að halda öllum aðilum vel upplýstum jafn óðum og aðstæður breytast.

Bestu kveðjur

Fyrir hönd Tempru

Torfi Guðmundsson, Verksmiðjustjóri

Björn Sverrisson, Markaðsstjóri