Kæligeta og bræðslumark ísmotta og gelmotta eru sambærileg

Gelmotta (til vinstri) og ísmotta (til hægri).
Gelmotta (til vinstri) og ísmotta (til hægri).

Promens Tempra framleiðir ísmottur, sem einungis innihalda vatn og Ísgel á Blönduósi framleiðir gelmottur og hefur því verið haldið fram að mikill munur geti verið á kæligetu umræddra kælimotta. Þetta hefur nú verið rannsakað af óháðum aðilum, þ.e. iðnaðarverkfræðinemunum Hilmari Arnarsyni og Söndru Björgu Helgadóttur við Háskóla Íslands, sem nutu leiðsagnar Sigurjóns Arasonar yfirverkfræðings Matís. 

Í tilrauninni komu þau fyrir hitasíritum innan í kælimottum, sem pakkað var í frauðplastkassa. Kössunum var komið fyrir í frysti í nokkra daga áður en þeir stóðu við stofuhita uns kælimotturnar voru að fullu þiðnaðar. Hitamælingarnar leiddu ekki í ljós marktækan mun á hvorki bræðslumarki ís- og kælimottanna (hann var u.þ.b. 0,0 +/- 0,3 °C) né kæligetu (hæfileika kælimottanna til að viðhalda lágu hitastigi matvöru). 

Sjá nánar í frétt á heimasíðu Matís

Nánari upplýsingar um kælimottur Tempru gefa Björn Margeirsson rannsóknastjóri (bjorn.margeirsson@promens.com) og Björn Sverrisson Markaðsstjóri Tempru (bjorn.sverrisson(hja)tempra.is