Lofandi léttari "laxakassar"

Spennudreifing í 23 kg fiskikassa Tempru skv. ANSYS líkani (vinstra megin) ásamt brotnum kassa hægra…
Spennudreifing í 23 kg fiskikassa Tempru skv. ANSYS líkani (vinstra megin) ásamt brotnum kassa hægra megin, sem verður fyrir álagi á botn kassans (Sigurður Jakob Helgason, 2018).

Niðurstöður nýlokins meistaraverkefnis Sigurðar Jakobs Helgasonar í vélaverkfræði við Háskóla Íslands benda til að hanna megi enn betri, (eðlis)léttari frauðplastkassa, en þá sem Tempra framleiðir nú. 

 

Tilgangur verkefnisins er að að minnka þyngd frauðplasts (EPS) kassa sem notaðir eru til flutninga á fiskafurðum án þess að minnka styrk þeirra verulega. Hægt er
að uppfylla þetta markmið með tveimur aðferðum, annars vegar með því að breyta lögun og þykkt veggja frauðkassana og hins vegar að minnka eðlisþyngd frauðplastsins.
Verkefnið skiptist í tvo hluta og snýst fyrri hluti þess um að gera mælingar þar sem styrkur og stífni frauðkassanna er skoðaður og eru þessar mælingar notaðar við gerð tölvulíkana af kössunum. Þrjár mismunandi mælingar eru gerðar fyrir bæði upprunalegu eðlisþyngdina (um 23 kg/m3) sem og fyrir tilrauna eðlisþyngdina (um 21 kg/m3). Þá er tölvulíkan gert fyrir hverja mælingu og niðurstöður líkana bornar saman við tilraunaniðurstöður. Aukamælingar eru gerðar með upprunalegu kössunum án drengata til þess að athuga áhrif drengata á stífni kassanna. Í seinni hluta verkefnisins er tölvulíkanið notað til þess að bæta hönnun frauðkassans með það markmið að minnka þyngd án þess að minnka styrk og stífni kassana. Fyrst eru gerðar breytingar á einni breytu í einu og áhrifin metin í tölvulíkaninu. Þegar niðurstöður þessara breytingar hafa verið skoðaðar eru hannaðar nokkrar útgáfur þar mörgum breytum er breytt í einu. Tölvulíkan er þá gert fyrir þessar nýju útgáfur og niðurstöður úr þeim líkönum sýna að hönnun A kemur best út með léttari eðlisþyndinni. Hönnun A er kassi sem er 10 % léttari og missir aðeins styrk í einu af þremur álagstilfellum sem skoðað er.