Nýr framkvæmdastjóri Tempru

Nýr framkvæmdastjóri Tempru ehf.

 

Hafnarfjörður 1. september 2020

 

Magnús Bollason hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Tempru ehf og hefur hann störf í dag 1. september. Tempra framleiðir umbúðir til flutnings á ferskum matvælum og einangrunarplast til byggingarframkvæmda. Félagið rekur tæknivædda verksmiðju að Íshellu 8 í Hafnarfirði og hjá því starfa um 30 manns.

Magnús hefur undanfarin 20 ár starfað hjá Nóa Síríus, síðustu 12 ár sem framkvæmdastjóri framleiðslusviðs.  Hann er með MS gráðu í stjórnun og forystu og BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og BS gráðu í iðnaðartæknifræði frá Tækniskóla Íslands.

 

Tempra er traust og framsækið fyrirtæki sem er þekkt fyrir frábæra þjónustu við viðskiptavini sína, nýsköpun og vörugæði. Það er mjög spennandi og skemmtilegt að hafa fengið tækifæri til að ganga til liðs við þann frábæra hóp starfsfólks sem starfar hjá fyrirtækinu og taka þátt í því að þróa það áfram og efla enn frekar.“ Sagði Magnús er hann mætti til starfa í morgunsárið.