Promens Tempra hefur fengið leyfi til CE merkingar

Promens Tempra hefur um langt árabil verið leiðandi  í framleiðslu á EPS plasteinangrun á Íslandi.

Fyrirtækið uppfyllir nú kröfur staðalsins   ÍST EN 13163:2008 "Varmaeinangrun fyrir byggingar - Verksmiðjuframleiddar vörur úr þöndu polystyrene (EPS) - Kröfur".

Promens Tempra hefur gefið út EC Samræmisyfirlýsingu sem byggð er á frumgerðarprófunum sem framkvæmdar hafa verið hjá Nýsköpunarmiðstöð Iðnaðarins, sem er tilnefndur prófunaraðili og eru umræddar framleiðsluvörur fyrirtækisins nú CE merktar