Síaukin endurvinnsla á frauðplasti

Á tímum aukinnar vitundarvakningar um umhverfismál er ekki úr vegi að benda á það sem vel er gert. British Plastics Federation (BPF), sem eru elstu atvinnugreinasamtök heims í plastiðnaði, birtu fyrir nokkrum árum áhugavert myndband um lífsferil frauðplastkassa:

 

Myndbandið gefur góða innsýn í hve umhverfisvæn lausn frauðplastkassinn er til flutnings og geymslu á ferskum fiski. Frá því myndbandið var birt, þ.e. sl. 6 ár, hefur sífellt meiri áhersla verið lögð á að þróa tækni til að endurvinna notaða frauðplast-fiskikassa í hráefni til framleiðslu á frauðplastkössum. Með því móti má loka hringnum alveg, þ.e. nýta sama hráefnið aftur og aftur til að framleiða frauðplastkassa í stað þess að framleiða annars konar plasthluti úr endurunnu frauðplasti. Þessi tækni er nú þegar til staðar, sjá t.d. hér:

 

Samtök frauðplastframleiðenda í Evrópu, EUMEPS, hafa gefið út markmið um að árið 2025 verði 50% af öllum fiskikössum endurunnið í PS hráefni, sem nota má til að framleiða fiskikassa úr EPS, sjá hér:

 

Að lokum er vert að benda á frekari upplýsingar um endurvinnslu á plasti: