Yfir 70% af frauðplastkössum eru endurunnir

Þetta má m.a. sjá í nýlegri skýrslu frá COWI/Aarhus University (Lassen o.fl, 2019) og upplýsingablaði frá EUMEPS, samtökum frauðplastframleiðenda í Evrópu (EUMEPS, e.d.). Samkvæmt EUMEPS eru framleidd um 1,8 milljón tonn af frauðplasti á ári í Evrópu. Um 70% af frauðplasti í Evrópu er notað í byggingaeinangrun, um 25% í pakkningar og 5% í annað. Árið 2017 var um 27% af frauðplasti, sem fellur til í Evrópu, endurunnið. Endurvinnsluhlutfallið var 34% í tilfelli matvælapakkninga (umtalsverður hluti þeirra er notað fyrir ferskan fisk og fiskafurðir) og 8% í tilfelli byggingaeinangrunar. Þetta endurvinnsluhlutfall frauðplasts er heldur lægra en heildarendurvinnsluhlutfall alls plasts í Evrópu, sem var 31,2% árið 2016 (Lassen o.fl., 2019).

 

Þessar endurvinnslutölur hafa hins vegar hækkað mikið síðan 2017. Árið 2018 gaf EUMEPS út markmið um að árið 2025 verði 50% af öllum fiskikössum í Evrópu endurunnið (EUMEPS, 2018). Frá því þetta markmið var sett hafa hlutirnir hins vegar þróast það hratt að EUMEPS hefur endurskoðað markmiðið á þann veg að nú er stefnt að 80% endurvinnsluhlutfalli fiskikassa úr frauðplasti í Evrópu og 90% árið 2030 (EUMEPS, e.d.). Endurvinnsluhlutfall fiskikassa úr frauðplasti er þegar komið yfir 90% í t.d. Noregi, Danmörku, Hollandi og Grikklandi (sjá mynd). Í Írlandi og Portúgal er hlutfallið komið í 75% og yfir 70% í Englandi.

 Endurvinnsluhlutföll frauðkassa

 

Heimildir:

Carsten Lassen, Marlies Warming, Jesper Kjolholt, Line Geest Jakobsen, Nijole

Vrubliauskiene, Boris Novichkov, Jakob Strand, Louise Feld, Lis Bach. 2019. Survey of polystyrene foam (EPS and XPS) in the baltic sea-Final report. COWI/Aarhus University/Danish fisheries agency/Ministry of environment and food of Denmark.

 

EUMEPS. e.d. Sustainable fishing industry well supported by recyclable EPS fish boxes – Fact sheet on EPS fish box recycling in Europe.

 

EUMEPS. 2018. EUMEPS EU Voluntary Pledge.