Einangrun og umhverfið

Einangrunarplast (EPS) hefur verið framleitt í 60 ár víðsvegar í heiminum. Einangrunarplast er ma. notað í einangrun húsa, drykkjaríláta, matvöru- og grænmetispakkningar, pökkun á iðnaðarvörum, jarðvegsuppfylling fyrir vegaframkvæmdir og sem flot undir flotbryggjur

Engin eiturefni

Einangrunarplast er 98% loft, samansett úr mörgum örsmáum sellum. Til framleiðslu á einangrunarplasti er ekki notað FREON (CFC og HCFC) efni, eða önnur skaðleg efni. Við framleiðslu á EPS (einangrunarplasti) eru engin efni sem valda gróðurhúsaáhrifum. Tækninefnd (CENTC 88) á vegum Evrópubandalagsins hefur opinberað tillögur sínar um einangrunarplast, þ.e. EU - frumvarp prEN 13163. Í skýrslunni kemur fram að einangrunarplast er 100% endurvinnanlegt efni, ertir ekki húð við snertingu og að ekki sé krafist sérstaks útbúnaðar við vinnu með einangrunarplast.

Bruni

Í öllum tilfellum þegar efni sem framleidd eru úr jarðefnum brenna myndast gastegundir sem venjulega samanstendur af koltvísýring. Í sumum tegunda jarðefna myndast einnig kolsýringur. Gerðar hafa verið miklar rannsóknir á því þegar einangrunarplast (EPS) brennur og hafa niðurstöður ávallt verið þær sömu, þ.e. að einangrunarplast er ekki skaðlegra en þegar timbur og korkur brenna.