Fréttir

TEMPRA framúrskarandi fyrirtæki

Fjárhags- og viðskiptaupplýsingafyrirtækið Creditinfo vinnur árlega ítarlega greiningu á fyrirtækjum skráðum á Íslandi og gefur út lista yfir framúrskarandi fyrirtæki ársins. Einungis þau fyrirtæki sem uppfylla ströng skilyrði Creditinfo, að teknu tilliti til þátta sem varða rekstur þeirra og stöðu, komast á listann. TEMPRA er stolt af því að komast enn og aftur á lista Creditinfo en alls eru 874 fyrirtæki á listanum eða aðeins 2% skráðra fyrirtækja á Íslandi.

Stöflunarstyrkur frauðkassa Tempru er um 500-860 kg

Stöflunarstyrkur allra helstu kassategunda Tempru hefur nú verið mældur í tilraunaaðstöðu Háskóla Íslands. Kössum var komið fyrir á sléttu, láréttu gólfi og þrýst ofan á lok þeirra með jöfnum þrýstingi. Stöflunarstyrkur reyndist að meðaltali vera milli um 5,0 til 8,5 kN, sem jafngildir um 500 til 860 kg þunga.

Nokkur orð um samstarf Tempru við Háskóla Íslands

Léttari laxakassar eru á leiðinni frá Tempru á næstu mánuðum. Kassarnir eru m.a. afurð tveggja meistaraverkefna við Háskóla Íslands.

Árshátíð Tempru

Lokað vegna árshátíðar eftir hádegi 29 mars

Opnunartímar yfir hátíðarnar

Vinsamlegast pantið tímanlega - Gleðileg jól

Drengöt rýra einangrunargildi frauðkassa

Það eru ekki nýjar fréttir að gataðir frauðkassar ("gámakassar") einangra síður en heilir, ógataðir frauðkassar ("flugkassar").

Lofandi léttari "laxakassar"

Bretti

Breytt vinnulag vegna endurtöku seldra bretta

Árshátíð Tempru

Lokað vegna árshátíðar

Óþarfi að pakka í plastpoka vegna stýrens úr frauðkössum

Meginniðurstaða tilraunar, sem gerð var í sumar í samstarfi Matís, Háskóla Íslands, Eurofins og Tempru er að ekki er nauðsynlegt að pakka ferskum fiskflökum í plastpoka fyrir pökkun í frauðplastkassa, sem geyma og flytja á við kældar og ofurkældar aðstæður.